Utanţingsstjórn

Er ađ velta ţví fyrir mér hvort ađ ekki sé kominn tími á utanţingsstjórn.  Sú ríkisstjórn, sem nú situr og hefur einhvern mesta meirihluta, sem sögur fara af, á bak viđ sig er gjörsamlega getulaus og engu líkara en hver og einn í ríksstjórninni hafi fengiđ kćruleysissprautu daginn eftir ađ hún var mynduđ.  Enginn ţar hefur áhuga á ţví  ađ fara ofan í saumana á eftirlaunamálinu skelfilega, verđbólgan ćđir áfram, stýrivextir eru skuggalega háir, verđbćtur á lánum hafa sligađ marga og munu gera út af viđ enn fleiri áđur en langt um líđur og atvinnuleysi er ađ aukast.  Ţetta getur varla talist glćsilegt ástand og fyrst ţingheimur rćđur ekki viđ ţetta ţá ćtti ađ fela fólki utan ţings ađ bćta ţarna úr.   Vćri ekki kjöriđ ađ virkja menn á borđ viđ Sigurđ G. Guđjónsson, lögfrćđing, og Guđmund Ólafsson, hagfrćđing, til ađ koma skikki á hlutina og ţađ sem fyrst?  Fleira gott fólk mćtti nefna í ţessu sambandi, en ekki verđur fariđ nánar út í ţá sálma hér og nú.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband