Miðvikudagur, 3. september 2008
Bauka-Jón
Bókaútgáfan Hólar hefur nýverið gefið út bókina BAUKA-JÓN eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Bókin fjallar um Jón Vigfússon, ævintýramann á 17. öld, sem komst ungur til metorða en var rekinn úr embætti sýslumanns Borgfirðinga fyrir launverslun. Þá hélt hann til Kaupmannahafnar og tókst að koma ár sinni svo vel fyrir borð - sumir segja með mútum - að Danakonungur skipaði hann varabiskup á Hólum í Hjaltadal. Og hann varð meira en það: Hann varð biskup þar og er sá eini til að gegna slíkri stöðu án þess að hafa hlotið prestsvígslu.
Bauka-Jón er glimrandi skemmtileg saga og ætti að höfða til allra þeirra sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik. Bókin fæst í næstu bókabúð og kostar 1.980-.