Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Utanþingsstjórn
Er að velta því fyrir mér hvort að ekki sé kominn tími á utanþingsstjórn. Sú ríkisstjórn, sem nú situr og hefur einhvern mesta meirihluta, sem sögur fara af, á bak við sig er gjörsamlega getulaus og engu líkara en hver og einn í ríksstjórninni hafi fengið kæruleysissprautu daginn eftir að hún var mynduð. Enginn þar hefur áhuga á því að fara ofan í saumana á eftirlaunamálinu skelfilega, verðbólgan æðir áfram, stýrivextir eru skuggalega háir, verðbætur á lánum hafa sligað marga og munu gera út af við enn fleiri áður en langt um líður og atvinnuleysi er að aukast. Þetta getur varla talist glæsilegt ástand og fyrst þingheimur ræður ekki við þetta þá ætti að fela fólki utan þings að bæta þarna úr. Væri ekki kjörið að virkja menn á borð við Sigurð G. Guðjónsson, lögfræðing, og Guðmund Ólafsson, hagfræðing, til að koma skikki á hlutina og það sem fyrst? Fleira gott fólk mætti nefna í þessu sambandi, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér og nú.